fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Einn frægasti uppljóstrari allra tíma deilir frétt Stundarinnar – „Þetta eru endalokin“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. júní 2021 09:30

Edward Snowden.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edward Snowden, einn frægasti uppljóstrari heims, deildi frétt Stundarinnar sem fjallar um Sigurð Inga Þórarinsson. Í fréttinni er vakin athygli á því að Sigurður, sem einnig er þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa logið í máli gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks.

Sigurður Ingi er eitt af lykilvitnum í máli Bandaríska ríkisins gegn Julian Assange en Bandaríkin vilja fá hann framseldann til Bandaríkjanna, þar á hann yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi fyrir að leka leynilegum gögnum ríkisins í almenning. Sigurður sagði í samtali við blaðamann Stundarinnar að hann hafi logið í skýrslutöku vegna málsins.

Snowden deildi fréttinni á samfélagsmiðlinum Twitter en hann er afar vinsæll þar, um 4,7 milljónir manna fylgja honum á miðlinum. Uppljóstrarinn er á þeirri skoðun að þessi frétt Stundarinnar tortími málinu gegn Assange. „Þetta eru endalokin í málinu gegn Julian Assange“ segir Snowden í færslunni. Það eru þó ekki allir á sama máli í athugasemdunum við færsluna, sumir segja að Snowden sé að bulla og aðrir segja að Assange verði aldrei frjáls.

„Það er verið að nota hann til að senda skilaboð til allra annarra sem hugsa um að leka leynilegum gögnum,“ segir til að mynda ein kona í athugasemdunum.

Deiling Snowden hefur vakið töluverða athygli á Twitter en um 21 þúsund manns hafa líkað við tístið og rúmlega 7 þúsund manns hefur deilt því áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir stjórnvöld hafa brugðist barnafjölskyldum – „Úr því þið eigið barn hittið þá sjö áður en þið ákveðið að skilja“

Segir stjórnvöld hafa brugðist barnafjölskyldum – „Úr því þið eigið barn hittið þá sjö áður en þið ákveðið að skilja“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spyr hvar línan sé dregin eftir „hættulega“ niðurstöðu Landsréttar – „Skotleyfi á alla þá sem fá réttarstöðu sakbornings“

Spyr hvar línan sé dregin eftir „hættulega“ niðurstöðu Landsréttar – „Skotleyfi á alla þá sem fá réttarstöðu sakbornings“
Fréttir
Í gær

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Í gær

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel