fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

EM: Ítalir báru sigur úr býtum eftir framlengingu gegn baráttuglöðum Austurríkismönnum

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 26. júní 2021 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalía og Austurríki mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Ítalir unnu 2-1 sigur eftir framlengdan leik.

Ítalir byrjuðu leikinn betur en áttu í vandræðum með að opna baráttuglaða Austurríkismenn. Þeir fengu nokkur hálffæri en varnarlína Austurríkis var afar örugg.

Austurríkismenn voru líklegri ef eitthvað var í seinni hálfleik en Ítalar sköpuðu sér nánast ekki neitt. Austurríki náði að koma boltanum í netið á 66. mínútu en Arnautovic reyndist vera rangstæður.

Í framlengingu sýndu Ítalir úr hverju þeir eru gerðir og skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik framlengingar. Chiesa skoraði strax á 95. mínútu frábært mark og Pessina tvöfaldaði forystuna tíu mínútum síðar. Kalajdzic minnkaði muninn fyrir Austurríki þegar um sex mínútur voru eftir en lengra komu Austurríkismenn ekki og Ítalir fara áfram í 8-liða úrslit.

Ítalía 2 – 1 Austurríki
1-0 Chiesa (´95)
2-0 Pessina (´105)
2-1 Kalajdzic (´114)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina

Hér er mesta spennan fyrir lokaumferðina
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi

Allt á suðupunkti á Sauðárkróki í kvöld – Segir níu aðila úr gæslu hafa þurft að fylgja Sveini af vettvangi
433Sport
Í gær

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“