Rétt í þessu lauk leik Wales og Danmerkur í fyrsta leik 16-liða úrslita á Evrópumótinu í knattspyrnu. Danir unnu leikinn með þremur mörkum gegn engu og eru því komnir áfram í 8-liða úrslit.
Wales byrjaði leikinn af krafti og Gareth Bale átti strax í upphafi ágætis tækifæri. Danir tóku hægt og rólega yfir og stjórnuðu leiknum þar til flautað var af. Kasper Dolberg kom Dönum yfir á 27. mínútu með frábæru marki.
Hann var aftur á ferðinni í byrjun seinni hálfleiks. Neco Williams átti þá afleita hreinsun frá marki sem fór beint á Dolberg og hann kláraði örugglega. Joakim Mæhle og Braithwaite gulltryggðu svo sigurinn með mörkum undir lok leiksins. Harry Wilson fékk rautt spjald á 90. mínútu en það var afar umdeilt.
Danir eru því komnir í 8-liða úrslit og mæta þar annaðhvort Hollendingum eða Tékkum.
Wales 0 – 4 Danmörk
0-1 Dolberg (´27)
0-2 Dolberg (´48)
0-3 Mæhle (´88)
0-4 Braithwaite (90+4)