fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Skólastjórinn harmar mistök við verðlaunaafhendingu – Á ekki að koma fyrir aftur að börn séu skilin útundan

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 19. júní 2021 08:10

Páll Sveinsson, skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, og Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Árborgar harma mistök sem urðu við verðlaunaafhendingu á skólaslitum í sveitarfélaginu. Farið verður yfir framkvæmd skólaslita allra grunnskólanna á samstarfsvettvangi skólastjóra og sviðsstjóra með það að markmiði að fyrirbyggja slík mistök í framtíðinni.“

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem er birt á vef Barnaskólans og undir skrifa Páll Sveinsson skólastjóri og Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar.

Tilefni yfirlýsingarinnar er hörð gagnrýni á vinnubrögð skólans við verðlaunaafhendingu á skólaslitum í síðustu viku þar sem sex af átta nemendur úr 10. bekk voru kallaðir upp og þeim veitt viðurkenning, en tveir nemendur sátu eftir. DV hefur fjallað ítarlega um málið.

„Skólinn gefur sig út fyrir að berjast gegn einelti og mismunun barna. Þá gefur vel að skilja undrun mína og særindi þegar barnið mitt, ásamt einu öðru barni, sat eftir til hliðar á meðan allir bekkjarfélagarnir voru kallaðir upp á svið við mikil fagnaðarlæti og voru teknar myndir af þeim með verðlaunin sín,“ sagði móðir annars barnsins í samtali við DV á mánudag.

Móðir hins barnsins segir barnið sitt hafa borið sig vel þrátt fyrir að hafa  ekki liðið þannig. „Ég hélt á tímabili að þau yrðu kölluð upp líka fyrir eitthvað en sá svo að þau sátu bara áfram. Ég gat ekkert gert nema sitja áfram og vera stuðningur fyrir mitt barn enda áttum við eftir að fara með hópnum út að borða. Þessi dagur átti að vera einn sá besti þar sem þetta var útskrift úr grunnskóla. Þetta atvik kom okkur hins vegar úr jafnvægi og varð til þess að vekja hjá okkur vanlíðan,“ segir hún.

Öll börn nema tvö verðlaunuð við útskrift úr grunnskóla: „Þetta er með því ljótara sem ég hef séð“

Móðir annars barnsins stígur fram: Honum finnst skrýtið að fullorðið fólk leggi börn í einelti

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti