fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Handtekinn á bráðadeild LSH – Flutt með þyrlu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 05:26

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja tímanum í nótt var maður handtekinn á bráðadeild LSH í Fossvogi en þar hafði hann látið öllum illum látum. Hann var í annarlegu ástandi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Um klukkan 23 var tilkynnt um konu sem féll þegar hún var á göngu við Flekkudalsfoss. Hún var flutt á bráðadeild LSH með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Í Hlíðahverfi aðstoðaði lögreglan starfsfólk hótels við að vísa tveimur gestum út en þeir voru í annarlegu ástandi og höfðu verið til vandræða.

Um klukkan 18 í gær kviknaði í bíl við Arnarnesbrú. Slökkvilið slökkti eldinn. Bifreiðin er mikið skemmd.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um olíumengun í Hafnarfjarðarhöfn. Hafnarstarfsmenn og slökkvilið hófu strax hreinsunaraðgerðir.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í verslun í Kópavogi. Þjófurinn fannst síðar um kvöldið sem og þýfið. Innbrotsþjófurinn, sem var í annarlegu ástandi, var vistaður í fangageymslu.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um ölvun við akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum