fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Gekk berserksgang í fjölbýlishúsi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 05:36

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 17 í gær var lögreglunni tilkynnt að maður gengi berserksgang í sameign fjölbýlishúss í Grafarvogi. Hann var í annarlegu ástandi og fór ekki eftir fyrirmælum lögreglumanna og var ógnandi í framkomu við þá. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um mann sem lægi hreyfingarlaus á jörðinni í Bústaðahverfi. Hann reyndist vera ölvaður og sofandi. Hann var vakinn og hélt sína leið eftir að gengið hafði verið úr skugga um að ekkert amaði að honum.

Um klukkan 21 var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi sem var að angra viðskiptavini á veitingastað í Hlíðahverfi. Maðurinn neitaði að gefa upp persónuupplýsingar þegar lögreglumenn ræddu við hann og var hann því handtekinn. Hann sá að sér þegar á lögreglustöðina var komið og gaf upp nafn og aðrar persónuupplýsingar og var frjáls ferða sinna að því loknu.

Tvær kvartanir bárust í nótt vegna samkvæmishávaða frá heimahúsum í Hafnarfirði og Kópavogi.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um þjófnað á fellihýsi sem hafði staðið læst fyrir utan heimili eigandans. Í Hafnarfirði var tilkynnt um innbrot í heimahús í gærkvöldi.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt í miðborginni en þeir eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku