fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Pogba flúði af blaðamannafundi eftir að hafa fengið óþægilega spurningu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 17:56

Paul Pogba í leik með Man Utd. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba var fljótur að láta sig hverfa af blaðamannafundi á blaðamannafundi þegar liðsfélagar hans í franska landsliðinu spurðu hann út í hugsanleg félagaskipti til Paris Saint-Germain.

Pogba á eitt ár eftir af samningi sínum við Manchester United. Það kom fram fyrr í dag að viðræður um nýjan samning væru farnar af stað. Takist ekki að semja gæti Man Utd farið þá leið að selja hann í sumar.

Miðjumaðurinn undirbýr sig nú fyrir Evrópumótið ásamt franska landsliðinu. Á blaðamannafundi liðsins ákváðu þeir Kingsley Coman og Prensel Kimpembe, liðsfélagar Pogba hjá landsliðinu, að stríða honum aðeins.

Coman og Kimpembe voru til viðtals þegar Pogba mætti til þeirra. ,,Við erum að tala um París,“ sagði Kimpembe og Coman bætti við ,,Þú ert þaðan, ekki satt?“ Pogba svaraði því játandi og strax í kjölfarið spurðu þeir hann hvort að forseti PSG, Nasser Al-Khelaifi, hafi haft samband við hann. Pogba svaraði því neitandi og lét sig hverfa af fundinum eins fljótt og auðið var.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila