fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Ný skimunarstöð fyrir Covid-19 í Reykjanesbæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 13:21

Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, og Ingvar Eyfjörð hjá Aðaltorgi skoða niðurstöðu úr skyndiprófi sem Ingvar fór í hjá starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar. - Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný skimunarstöð fyrir Covid-19 skyndipróf hefur verið opnuð í húsnæði Aðaltorgs við Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ, skammt frá flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Skimunarstöðin er einkum ætluð ferðamönnum sem þurfa að vera með niðurstöðu úr nýlegu Covid-19 prófi áður en þeir halda frá Íslandi í ferðalag eða snúa aftur til heimkynna sinna. Um er að ræða svokallað Antigen próf sem skilar nákvæmri niðurstöðu á aðeins 15 mínútum. Prófið er framkvæmt með stroku í nef og niðurstaða er send með QR kóða í tölvupósti til viðkomandi um leið og hún liggur fyrir. Framvísa þarf niðurstöðu úr neikvæðu Covid-19 prófi áður en fólk heldur í flug til Bandaríkjanna og fleiri landa. Notast er við Antigen skyndipróf frá Siemens sem hafa sýnt afar mikla nákvæmni eða um 99%.

Skimunarstöðin og skyndiprófið sem er framkvæmt þar bæta þjónustu verulega við erlenda ferðamenn sem koma hingað til lands. Lengri tíma tekur að fá niðurstöðu úr hefðbundnu PCR prófi sem notast hefur verið við hér á landi auk þess sem skimunar- og greiningargeta er takmarkandi þáttur þar. Öryggismiðstöðin sér um alla framkvæmd á skimunum í nýju stöðinni í samstarfi við rannsóknarstofuna Sameind. Öryggismiðstöðin hefur tekið meginþorra hefðbundinni PCR Covid-19 strokuprófa hér á landi þannig að þekking starfsmanna á skimunum er mjög mikil. Til að mynda starfa á annað hundrað sérþjálfaðir starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar í flugstöðinni, m.a. við sýnatöku hjá komufarþegum.

Hægt er að bóka tíma í Covid-19 skyndipróf á www.testcovid.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla