fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Seldi barnungum stúlkum fíkniefni og gaf einni þeirra amfetamín

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 13:13

Héraðsdómur Austurlands á Egilsstöðum. mynd/Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið sakfelldur fyrir að selja þremur stúlkum, 14 og 16 ára, kannabisefni, leyfa þeim að neyta kannabisefna á heimili sínu og gefa einni stúlkunni amfetamín á heimili sínu.

Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Austurlands þann 4. júní.

Þann 8. nóvember árið 2020 barst lögreglu tilkynning frá foreldrum stúlknanna þess efnis að þessi tiltekni maður hefði selt þeim kannabisefni. Lögreglan ræddi við manninn í íbúð hans, þar var stæk kannabislykt og fíkniefni fundust á staðnum. Maðurinn var handtekinn og sími hans haldlagður.

Athugun leiddi í ljós að frá tímabilinu 1. janúar 2019 til 13. nóvember 2020 höfðu hátt í 60 óskyldir einstaklingar lagt peninga inn á bankareikning hans í 124 færslum, samtals upp á tæpar tvær milljónir króna. Einnig kom í ljós að maðurinn hafði sjálfur greitt tæpar 8 milljónir af reikningnum til annarra nafngreindra einstaklinga.

Framburður vitna renndi síðan stoðum undir þær fullyrðingar að maðurinn hefði selt þeim fíkniefni, en hann neitaði því. Héraðsdómur Austurlands fann hann sekan í málinu og var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Í gær

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“