fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Von á yfirlýsingu frá Auði vegna ásakananna – Markaðsefni með honum fjarlægt

Máni Snær Þorláksson, Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 7. júní 2021 16:17

Auður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður eins og hann er betur þekktur, hefur verið mikið í umræðunni á Twitter undanfarið en hann hefur óbeint verið sakaður um ofbeldi gegn konum. DV greindi frá ásökununum fyrr í dag en nú greinir mbl.is frá  því að von sé á yfirlýsingu frá tónlistarmanninum vegna málsins.

Sjá meira: Þjóðleikhúsið með ásakanir á hendur Auði til skoðunar

Sem fyrr segir hefur mikið verið rætt um Auð á samfélagsmiðlinum Twitter undanfarna daga. Þar er hann sakaður um allt frá frelsissviptingu til kynlífs með stelpum undir lögaldri. Auðunn er sjálfur 28 ára gamall. Umræðan um Auð hefur verið í gangi á samfélagsmiðlum í þó nokkurn tíma. Fyrst var hann ekki nafngreindur nema undir rós en nýlega hefur það færst í aukana að nafn hans sé nefnt.

Markaðsefni fjarlægt

Vísir.is hefur nú greint frá því Un Women á Íslandi sé búið að fjarlægja allt markaðsefni með Auði í kjölfar ásakananna. „Jú, það er rétt. UN Women á Íslandi hefur fjarlægt allt markaðsefni með tónlistamanninum Auði. Það er vegna frétta á fjölmiðlum um ásakanir á hendur Auði sem hafa gengið á samfélagsmiðlum undanfarna daga, auk frétta um að Þjóðleikhúsið hafi til skoðunar þessar ásakanir,“ sagði Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, um málið í samtali við Vísi.

„UN Women trúir og styður við þolendur og fyrir vikið var tekin ákvörðun á vegum samtakanna um að taka út efni sem mögulega gæti triggerað þolendur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Í gær

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“