fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Fiskikóngurinn blæs á sögusagnirnar – „Svona kjaftasögur eru alltaf skemmtilegar“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 13:00

Fiskikóngurinn, Kristján Berg Ásgeirsson. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg Ásgeirsson, sem gjarnan er þekktur sem fiskikóngurinn, skrapp nýverið til útlanda með fjölskyldunni og naut þar lífsins í sólinni. Eftir að hann kom heim frá útlöndum mætti hann beint í vinnuna og fór að birta myndbönd af því á samfélagsmiðlum sínum. Einhverjar sögusagnir voru því á kreiki um að Kristján hafi ekki virt skyldubundna sóttkví.

DV heyrði í Kristjáni vegna málsins en sögusagnirnar voru kveðnar niður á örstundu. „Ég er með mótefni, ég var einn af fyrstu 100 sem fékk Covid-19 hér á landi,“ segir Kristján í samtali við DV en þeir sem eru með mótefni þurfa ekki að fara í sóttkví við komu til landsins. „Það var mjög gott að komast aðeins í sólina og njóta lífsins.“

Kristján segir að það sé kostur að vera með mótefnið. „Jújú, það er bara fínt að vera með það,“ segir fiskikóngurinn en hann slapp ágætlega frá veirunni skæðu. „Þetta var flensa, pest sinnum tveir eða þrír sem ég fékk.“

Bæði Kristján og eiginkona hans eru með mótefni eftir að hafa greinst með veiruna en hann er þó eini sem fór beint að vinna.„Annars eru allir bara heima, konan og krakkarnir eru bara heima. Konan er með mótefni líka en hún er heima með krakkana, því þeir voru ekki búnir að fara í mælingu,“ segir Kristján sem kippir sér lítið upp við sögusagnirnar.

„Svona kjaftasögur eru alltaf skemmtilegar. Það er bara svoleiðis.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Anna rifjar upp hópmálsókn vegna ógreiddra sekta vegna bílastæða

Anna rifjar upp hópmálsókn vegna ógreiddra sekta vegna bílastæða
Fréttir
Í gær

Hallgrímur mátaði höll Samherja við dimman dag – „Stjórnarandstaðan skilur ekki að það er ekki hægt að afla fylgis með leiðindum“

Hallgrímur mátaði höll Samherja við dimman dag – „Stjórnarandstaðan skilur ekki að það er ekki hægt að afla fylgis með leiðindum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“

Ferðamaður ósáttur við okrið og vonda þjónustu á Íslandi – „Eins og litið sé á ferðamenn sem nauðsynlega illsku hérna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum