fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Tveir leikmenn Man City óvænt orðaðir við Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 29. maí 2021 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Daily Mail hefur Arsenal áhuga á Raheem Sterling og Riyad Mahrez, leikmönnum Manchester City. Síðarnefnda liðið gæti verið opið fyrir því að selja þá í sumar til þess að búa til fjármagn fyrir nýja leikmenn.

Arsenal endaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og missti af Evrópusæti. Þeir þurfa að án efa að styrkja liðið sitt töluvert í sumar, ætli þeir sér að koma sér aftur í baráttuna ofar í töflunni.

Frétt Daily Mail segir að Manchester City hafi áhuga á Jack Grealish, leikmanni Aston Villa, og séu því reiðubúnir til þess að selja leikmenn í staðinn. Bæði Mahrez og Sterling spila reglulega undir stjórn Pep Guardiola hjá City og því koma þessir orðrómar nokkur á óvart.

Grealish er metinn á um 100 milljónir punda. Þá hefur City einnig áhuga á Harry Kane. Sá verður ekki heldur ódýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mourinho hélt að hann fengi annað starf

Mourinho hélt að hann fengi annað starf
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford

Er orðinn vel þreyttur á markverði sínum og skoðar aðra möguleika eftir atvikið á Old Trafford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rashford mætti seint og var refsað

Rashford mætti seint og var refsað
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta í sögubækurnar í gær – Enginn annar náð þessu gegn Guardiola

Arteta í sögubækurnar í gær – Enginn annar náð þessu gegn Guardiola