fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Barn brenndist við varðeld

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. maí 2021 17:43

Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hálftólfleytið í dag var tilkynnt um brennt barn eftir opinn varðeld. Sjúkrabíll flutti barnið á slysadeild til skoðunar og slökkvilið sá um að slökkva varðeldinn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig frá því að snemma í morgun var brotist inn í matarvagn í hverfi 105 og stolið þaðan kassa af jarðaberjum og bláberjum, greiðsluposa og nokkrum pokum af kaffi. Lögreglan hefur engar vísbendingar um hver gæti hafa verið þarna að verki.

Í hádeginu var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í hverfi 105. Maður fannst sofandi inni í íbúðinni og var hann handtekinn, grunaður um innbrot, og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Á þriðja tímanum í dag var tilkynnt um mann sem stakk annan mann með sprautunál í magann. Gerðist þetta í miðbænum. Gerandinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang en hann fannst stuttu síðar og var handtekinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“