fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Hjörtur fékk á sig tvö víti er Bröndby fór á toppinn – Hólmar í sigurliði

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 20:31

Hjörtur í leik með Bröndby/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru Íslendingar á ferðinni með sínum liðum í Danmörku og Noregi í kvöld.

Bröndby vann góðan 1-2 sigur á AGF í Meistara-hluta (e. championship group) dönsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa verið manni færri frá 34. mínútu. Hjörtur Hermannsson spilaði fyrri hálfleikinn með sigurliðinu en þar fékk hann á sig tvær vítaspyrnur. Þá fyrri fékk hann á sig eftir að hafa brotið á Jóni Degi Þorsteinssyni, sem lék allan leikinn með AGF. Að vísu skoruðu heimamenn ekki úr þeirri vítaspyrnu. Bröndby er nú með pálmann í höndunum fyrir lokaumferð deildarinnar. Þeir eru á toppi deildarinnar, stigi á undan Midtjylland. Vinni Hjörtur og félagar Nordjælland á heimavelli í næstu umferð eru þeir orðnir meistarar. AGF er í fjórða sæti, búnir að tryggja sér Evrópusæti.

Rosenborg vann Brann, 3-2, í norsku úrvalsdeildinni. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með sigurliðinu. Rosenborg er sem stendur á toppi deildarinnar, með 8 stig eftir fjóra leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot