fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Jafnt í Árbænum – Selfoss á fleygiferð

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 22:10

Þórdís Elva (lengst til hægri á myndinni) í leik með Fylki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum lauk nýlega í Pepsi Max-deild kvenna.

Jafntefli í Árbænum

Fylkir fékk Keflavík í heimsókn á Wurth völlinn. Liðin deildu stigunum í kvöld.

Heimakonur byrjuðu leikinn betur en það var þó Keflavík sem komst yfir eftir rúman hálftíma. Þá skoraði Dröfn Einarsdóttir. Staðan í hálfleik var 0-1.

Eftir tæpan klukktíma leik fékk Fylkir víti. Bryndís Arna Níelsdóttir steig á punktinn en Tiffany Sornpao varði frá henni. Heimakonum tókst þó að jafna örskömmu síðar með marki Valgerðar Óskar Valsdóttur. Lokatölur í kvöld urðu 1-1.

Keflavík er með 3 stig eftir fjóra leiki. Fylkir er með 1 stig eftir þrjá leiki.

Selfoss vann í skemmtilegum leik

Í Laugardalnum fékk Þróttur Reykjavík Selfoss í heimsókn. Gestirnir unnu eftir mikinn markaleik.

Anna María Friðgeirsdóttir kom Selfyssingum yfir eftir um tíu mínútur. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks rigndi mörkunum svo inn. Fyrst tvöfaldaði Caity Heap forystu gestanna á 41. mínútu. Örskömmu síðar minnkaði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir muninn fyrir heimakonur. Linda Líf Boama jafnaði svo fyrir Þrótt stuttu eftir það. Staðan í hálfleik var 2-2 eftir rosalegar mínútur.

Brenna Lovera kom gestunum í 2-4 með tveimur mörkum með stuttu millibili í upphafi seinni hálfleiks. Þróttarar náðu ekki að koma til baka eftir það. Þær minnkuðu að vísu muninn í blálokin með öðru marki Ólafar en nær komust þær ekki.

Selfoss er með fullt hús á toppi deildarinnar eftir fjóra leiki. Þróttur er með 3 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar telja sig hafa verið rænda á Hlíðarenda í kvöld: – Sjáðu atvikið – „Þetta er bara rán“

Blikar telja sig hafa verið rænda á Hlíðarenda í kvöld: – Sjáðu atvikið – „Þetta er bara rán“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Atvik sem sást ekki í beinni útsendingu – Garnacho fékk kaldar kveðjur frá leikmanni United

Atvik sem sást ekki í beinni útsendingu – Garnacho fékk kaldar kveðjur frá leikmanni United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta

Nýrri stjörnu Liverpool alveg sama um þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar