fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Stelpurnar fá verðugt verkefni í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 17:00

Elín Metta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A kvenna mætir Írlandi í tveimur vináttuleikjum í júní og fara þeir báðir fram á Laugardslvelli. Fyrri leikurinn fer fram 11. júní og sá síðari 15. júní.

Leikirnir verða með síðustu vináttuleikjum liðsins fyrir upphaf undankeppni HM 2023. Ísland er þar í riðli með Hollandi, Tékklandi, Hvíta Rússlandi og Kýpur, en stelpurnar mæta Hollandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni 21. september á Laugardalsvelli.

Liðin hafa mæst fimm sinnum í gegnum tíðina. Ísland hefur unnið tvo leiki og þrír hafa endað með jafntefli. Ísland og Írland mættust síðast 8. júní 2017 og fór leikurinn fram á Írlandi, en um vináttuleik var að ræða. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Liðin mættust einnig í umspili undankeppni EM 2009, en þar hafði Ísland betur 4-1 samanlagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt