fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Solskjaer kennir stuðningmönnum um lélegt form liðsins

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 17. maí 2021 18:25

Ole Gunnar Solskjaer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjaer hefur viðurkennt að mótmæli stuðningsmanna Manchester United gegn Glazer fjölskyldunni hafi haft áhrif á spilamennsku liðsins í síðustu leikjum.

United spilaði fjóra leiki á aðeins átta dögum eftir að leik liðsins gegn Liverpool var frestað vegna mótmæla stuðningsmanna.

Þegar frestaði leikurinn fór fram héldu mótmælin áfram og þýddi það að leikmenn United þurftu að mæta á völlin sjö tímum áður en leikurinn byrjaði sem hafði áhrif á undirbúning þeirra. Manchester United tapaði leiknum 2-4 gegn Liverpool og hafði tapað gegn Leicester aðeins tveimur dögum fyrr.

„Ég vildi nú ekki nota það sem afsökun á því að við töpuðum þessum tveimur leikjum, en það er klárlega á bakvið þessar frammistöður“, sagði Solskjaer

„Það er ómögulegt að mæta tilbúinn í þetta og spila á háu tempói með svona marga leiki á stuttum tíma. Við náðum ekki að jafna okkur á milli og höfðum heldur ekki tíma til að undirbúa taktíkina.“

„Enginn af strákunum kvartaði sem ég er ánægður með og mér fannst frábært hvernig þeir tóku á þessu, en þetta hafði áhrif á þá.“

Aðdáendur mæta aftur á völlinn hjá liðinu næsta fimmtudag, en það er síðasti heimaleikur liðsins í deildinni þetta tímabilið og mega tíu þúsund áhorfendur fylgjast með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Í gær

Isak er búinn í aðgerð

Isak er búinn í aðgerð
433Sport
Í gær

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða