fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Tómas hefur áhyggjur af stöðu mála í Vesturbæ – „Kjartan þarf að koma inn og kveikja undir þessu dóti“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. maí 2021 14:00

Tómas Þór í starfii sínu. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búast má við því að Kjartan Henry Finnbogason verði þátttakandi í leik KR og Vals í kvöld í efstu deild karla. Kjartan Henry á að losna úr sóttkví í dag eftir heimkomu frá Danmörku.

Kjartan gekk í raðir KR í síðustu viku eftir farsælan feril erlendis. Kjartan fékk samningi sínum rift eftir að ljóst varð að Esbjerg kemst ekki upp í úrvalsdeildinni. Kjartan sem er 34 ára gamall gekk í raðir Esbjerg í upphafi árs en hann ætlaði sér að koma heim um mitt sumar.

Ljóst er að Kjartan mun hið minnsta spila með KR til 37 ára aldurs og mun hann styrkja deildina mikið. Tómas Þór Þórðarson ræddi um heimkomu Kjartans í útvarpsþætti Fótbolta.net um helgina.

„Kjartan Henry Finnbogason, það er engin smá ábyrgð á hans herðum, og ég er ekki bara að tala um í markaskorun,“ sagði Tómas í þættinum og kveðst hann hafa áhyggjur af KR.

Kjartan Henry Finnbogason

„Hann þarf að koma inn og kveikja undir þessu dóti. Það er eitthvað sem hann getur svo sannarlega með almennum töffaraskap, mörkum og frammistöðu. Þetta er gamalt lið en reynsluboltar þurfa stundum einhvern til að ýta aðeins við sér.“

Tómas telur að kannski verði of mikil ábyrgð sett á herðar Kjartans um að rífa KR-inga í gang.

„Mér líður eins og Kjartan Henry þurfi nánast að setja þetta KR lið á bakið. Það er ósanngjarnt því hann hefur ekki spilað í þessari deild í háa herrans tíð en hann kemur inn með svakalega pressu. Eitthvað þarf að gerast svo þetta tímabil KR verði ekki eins og í fyrra. Þeir eru rosalega ósannfærandi,“ sagði Tómas í útvarpsþætti Fótbolta.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Í gær

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“