fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Valur marði Fylki – Jafnt í Keflavík

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 16:04

Pétur Pétursson er þjálfari Vals.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur vann Fylki og Keflavík og Þróttur Reykjavík gerðu jafntefli í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í dag.

Valur marði Fylki 1-0 á Origo vellinum. Mist Edvardsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik. Heimakonur voru betri aðilinn í leiknum og áttu sigurinn skilið.

Valur er með 7 stig eftir þrjár umferðir. Fylkir er án stiga en liðið hefur þó aðeins leikið tvo leiki.

Nýliðar Keflavíkur komust yfir á heimavelli sínum á 10. mínútu. Þá skoraði Aerial Chavarin. Heimakonur leiddu með þessu marki í hálfleik þrátt fyrir að Þróttarar hafi fengið sín tækifæri. Shea Moyer jafnaði leikinn á 53. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar voru gestirnir komnir yfir. Þá skoraði Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir annað mark þeirra. Rúmum tíu mínútum síðar jöfnuðu heimakonur þó aftur og urðu lokatölur á HS Orku vellinum 2-2.

Keflavík er með 2 stig eftir þrjár umferðir. Þróttur er með 3 stig eftir að hafa gert jafntefli í öllum leikjum sínum til þessa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Aubameyang snýr líklega aftur

Aubameyang snýr líklega aftur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fá frábærar fréttir fyrir stórleikinn á sunnudag

Fá frábærar fréttir fyrir stórleikinn á sunnudag
433Sport
Í gær

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi