fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Sjáðu þegar Sindri braut tvö rifbein í Hafnarfirði í gær – Sjúkrabíll sótti hann

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. maí 2021 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Snær Magnússon leikmaður ÍA braut tvö rifbein í leik liðsins gegn FH í gær. Langt hlé var á leiknum þegar hlúa þurfti að Sindra en sjúkrabíll sótti hann Í Kaplakrika. FH tók á móti ÍA í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í gær. Heimamenn unnu að lokum stóran sigur gegn tíu leikmönnum gestanna. Skagamenn komust yfir með marki frá Gísla Laxdal Unnarssyni. Það gerði hann eftir fyrirgjöf frá Elias Tamburini.

Eftir tæpan hálftíma leik urðu gestirnir svo manni færri. Þá fékk Hákon Ingi Jónsson heimskulegt rautt spjald. Hann braut þá á Gunnari Nielsen, markverði FH, á gulu spjaldi. FH jafnaði strax í kjölfarið þegar Óttar Bjarni Guðmundsson gerði sjálfsmark. Staða í hálfleik var 1-1.

Gestunum tókst að halda FH í skefjum allt þar til á 82. mínútu. Þá skoraði Matthías Vilhjálmsson. Í kjölfarið var ekki aftur snúið fyrir Skagamenn. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði þriðja mark heimamanna á 88. mínútu og kláraði leikinn endanlega. Steven Lennon og Vuk Oskar Dimitrijevic bættu svo við mörkum í uppbótartíma. Lokatölur 5-1.

Atvikið þegar Sindri brotnaði er hér að neðan frá Stöð2 Sport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi