Þrír greindust smitaðir innanlands í gær samkvæmt nýjustu tölum covid.is. Tveir af þeim sem reyndust vera smitaðir voru utan sóttkvíar við greiningu.
Nýgengi innanlandssmita er 17,7 en á landamærunum 2,5.
Alls eru 84 í einangrun með virkt smit en 543 eru í sóttkví.