fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Þróttur á válista hjá skattinum – „Þetta er bagalegt en komið í lag“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. maí 2021 11:13

Kristján Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar segir að mistök í skilum á virðisaukaskatti hafi orðið til þess að virðisaukaskattsnúmer knattspyrnudeildar sé nú flokkað sem vánúmer hjá ríkisskattstjóra. Kristján segir að búið sé að leysa málið og að Þróttur hafi fengið nýtt virðisaukaskattsnúmer í kjölfarið.

„Við erum búnir að laga þetta, það voru gerð mistök við skil á skýrslu um virðisaukaskatt. Ég sá útprentið af skránni í gær og þetta er komið í lag. Þetta er bagalegt,“ sagði Kristján um málið þegar við ræddum við hann í dag.

Á vef RSK segir:
Vánúmer er virðisaukaskattsnúmer sem ríkisskattstjóri hefur afskráð með úrskurði á grundvelli 27. gr. A laga um virðisaukaskatt, sem hljóðar svo: „Hafi skattaðili sætt áætlun virðisaukaskatts skv. 25. eða 26. gr. samfellt í tvö uppgjörstímabil eða lengur er ríkisskattstjóra heimilt að fella hann af virðisaukaskattsskrá.“

Kristján segir að þetta eigi ekki að hafa nein áhrif á Þróttara í framtíðinni. „Við pössuðum ekki nógu vel upp á okkur, þetta á ekki að hafa nein áhrif á neitt í framtíðinni.“

Í frétt Morgunblaðsins frá 2014 segir meðal annars um Válistann. „Ríkisskattstjóri hefur sett upp á vef sínum lista yfir fyrirtæki og einstaklinga sem strikuð hafa verið út af virðisaukaskattsskrá vegna vanskila á skýrslum og skatti. Listinn er ekki síst settur upp til að viðskiptavinir geti varað sig á að borga viðkomandi virðisaukaskatt,“ segir á vef Morgunblaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband