fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Nýliðarnir skelltu Stjörnunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 21:32

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson, Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavík tók á móti Stjörnunni í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Nýliðarnir unnu nokkuð óvæntan 2-0 sigur. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar eftir uppsögn Rúnars Páls Sigmundssonar í vikunni. Þorvaldur Örlygsson stýrir liðinu nú.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og eftir tuttugu mínútur fengu þeir vítaspyrnu. Það var ansi umdeildur dómur þá. Haraldur Björnsson hafði rokið úr marki Stjörnunnar til þess að hreinsa í innkast. Keflvíkingar voru fljótir að taka innkastið og var Haraldur enn að hlaupa til baka þegar Kian Williams fékk boltann inni á teig. Brynjar Gauti Guðjónsson virtist svo stjaka við Williams, sem lenti á Haraldi og brot dæmt.

Frans Elvarsson þurfti að koma boltanum tvisvar í netið úr vítaspyrnunni þar sem sú fyrri var dæmd ógild vegna hreyfingar á boltanum. Seinni spyrnan var þó góð og gild.

Staðan í hálfleik var 1-0.

Snemma í seinni hálfleik tvöfölduðu heimamenn forystu sína. Williams skoraði þá eftir fyrirgjöf frá Ástbirnir Þórðarsyni.

Gestirnir voru ekki líklegir til að minnka muninn í seinni hálfleik. Enda gerðu þeir það ekki. Glæsilegur 2-0 sigur Keflavíkur staðreynd.

Keflvíkingar eru með 3 stig eftir tvær umferðir. Stjarnan er aðeins með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt