fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

50 manns saman eftir helgi

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 7. maí 2021 12:31

Svandís Svavarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

50 manns mega koma saman frá og með mánudeginum 10. maí. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir í samtali við Vísi.

Á þriðjudaginn var það tilkynnt að 20 manna samkomubann yrði framlengt um viku og átti það að falla niður á miðvikudaginn í næstu viku. Svandís ákvað að flýta aðeins fyrir og hækka fjöldatakmarkanir upp í 50 manns tveimur dögum áður en skipulagt var.

Veitingahús og barir mega þá hleypa fólki inn til klukkan 22 en allir þurfa að fara út klukkan 23. Sundlaugar og líkamsræktastöðvar geta tekið á móti 75% af þeim fjölda sem þær hafa leyfi fyrir.

Svandís segir ástæðuna á bakvið flýtingu afléttinga sé hagstæð þróun faraldursins.

Hámarksfjöldi á íþróttaviðburðum og sviðslistum hækkar úr 100 manns í hverju hólfi í 150 manns í hverju hólfi.

Hámarksfjöldi í verslunum hækkar úr 100 manns í 200 manns.

Hér má lesa reglugerðina sem tekur gildi 10. maí í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa