fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Ed Sheeran fetar í fótspor Kaleo

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ed Sheeran einn vinsælasti tónlistarmaður í heimi hefur ákveðið að fara með fjármuni í heimabæi sinn og félagið sem hann elskar. Sheeran hefur ákveðið að styrkja fótboltaliðið Ipswich Town á næstu leiktíð.

Sheeran mun auglýsa á búningum félagsins, bæði hjá karla og kvennaliði félagsins. Sheeran ólst upp sem harður stuðningsmaður félagsins en það leikur í þriðju efstu deild.

Auglýsingin sem verður á treyjunum er +-=÷x TOUR og er merki um það að Sheeran hugi að tónleikaferðalagi innan tíðar. Hann hélt tvenna tónleika á Íslandi sumarið 2019.

Ungur Ed í búningi Ipswich.

„Þetta kemur allt betur í ljós innan tíðar,“ sagði Sheeran þegar um þetta var tilkynnt í dag. Ed Sheeran er einn tekjuhæsti tónlistarmaður í heimi og eru eigur hans metnar á 200 milljónir punda.

Íslenska hljómsveitin Kaleo gerði það sama og Sheeran í síðustu viku þegar hljómsveitin keypti auglýsingu á búningi Aftureldingar í Mosfellsbæ, reyndar verður auglýsing Kaleo aðeins á búningi karlaliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Aftur skoraði Liverpool sigurmark í blálokin – Evrópumeistararnir fara vel af stað

Aftur skoraði Liverpool sigurmark í blálokin – Evrópumeistararnir fara vel af stað
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann