fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Fyrrum stjarna úr ensku úrvalsdeildinni í Fram – Ólst upp hjá Liverpool og United

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 09:49

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Fram hefur samið við leikmanninn Danny Guthrie og mun hann leika með Fram í Lengjudeildinni á komandi tímabili.

Danny, sem er 34 ára, er mjög reyndur miðjumaður sem hefur leikið yfir 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni og um 150 leiki í Championship deildinni. Hann hóf atvinnumannaferil sinn með Liverpool en er sennilega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Newcastle og Reading.

Von er á honum til landsins í vikunni þar sem hann fer í sóttkví og hefur svo æfingar með Fram. „Þetta mál kom óvænt upp á borð hjá okkur og þótti okkur þetta vera mjög spennandi kostur. Það var erfitt að sleppa þessu tækifæri og við vonumst til að hann með sína reynslu og karakter komi sterkur inn í öflugan hóp. Ég efast ekki um að hann muni ýta mönnum upp á tærnar og vera góð viðbót við gott lið. FRAMtíðin mun leiða það í ljós,“ sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram um málið.

„Ég er mjög ánægður með að ganga í raðir Fram, félagið með frábæra sögu. Ég get ekki beðið eftir því að koma itl Íslands og hitta þjálfarana og liðsfélaga mína. Ég ætla að leggja mikið á mig til að komast í form, spila leiki og vinna þá,“ sagði Guthire.

Guthire lék síðast með Walsall í neðri deildum Englands. Hann ólst upp hjá Manchester United en fór til Liverpool 15 ára gamall árið 2002.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“