Wesley Fofana, leikmaður Leicester City, þakkaði Crystal Palace og þá sérstaklega markmanni liðsins, Vicente Guaita, eftir leik liðanna í gær.
Nú er Ramadan í gangi og fastar Fofana því á milli sólarupprásar og sólarlags en hann er íslamstrúar.
Guaita beið með að taka markspyrnu eftir hálftíma leik til þess að leyfa Fofana að fá sér að drekka á hliðarlínunni. Þetta stutta stopp var ákveðið á fundi fyrirliða liðanna fyrir leik og var Fofana virkilega glaður með framtakið.
„Þetta er það sem gerir fótbolta dásamlegan,“ sagði kappinn um atvikið á samfélagsmiðlum.
Fofana spilaði allan leikinn þegar Leicester vann Crystal Palace 2-1.
„Mér finnst þetta ótrúlegt, ef þú hugsar um frammistöðu hans í síðustu leikjum þar sem hann hefur enga orku fengið yfir daginn. Hann er magnaður,“ sagði Brendan Rodgers í viðtali fyrir leik.
Just wanted to thank the @premierleague as well as @CPFC , @vguaita13 all the Foxes for allowing me to break my fast tonight in the middle of the game. That's what makes football wonderful 🙏🏾✊🏾#WF3 #PourEux pic.twitter.com/d56o8A8ZGo
— LAWESTT (@Wesley_Fofanaa) April 26, 2021