fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Rafskútu-, hjólreiða- og bifhjólaslys

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 05:14

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda tímanum í gær lentu rafskúta og bifreið í árekstri í miðborginni. Kona, sem stýrði rafskútunni, fann til eymsla í öxl og var flutt á Bráðadeild. Skömmu fyrir klukkan 20 féll kona af hjóli sínu á Kaldárselsvegi þegar hún hjólaði ofan í holu. Hún fann til eymsla í brjóstkassa og taldi sig vera viðbeinsbrotna. Hún var flutt á Bráðadeild. Á níunda tímanum datt maður af bifhjóli í Hafnarfirði. Hann fann til eymsla í rifbeinum.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist ekki vera með gild ökuréttindi og annar reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Á áttunda tímanum var ökumaður kærður fyrir að aka með 11 ára farþega sem notaði ekki öryggisbelti og stóð í farþegasætinu með höfuðið út um topplúgu. Barnaverndaryfirvöldum var send tilkynning um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“