fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Kom að ókunnugri konu í húsi sínu – Var komin í föt af húsráðanda

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. apríl 2021 05:49

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda tímanum í gær kom kona heim til sín í Hlíðahverfi og var þá önnur kona inn í húsi hennar. Var hún búin að klæða sig í föt af húsráðanda. Náði húsráðandi að koma konunni út en tók síðan eftir að veski hennar og fleiri munir voru horfnir. Málið er í rannsókn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Einnig kemur fram að fimm ökumenn hafi verið handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum og var um ítrekað brot að ræða hjá þeim hvað varðar akstur sviptir ökuréttindum. Tveir voru án gildra ökuréttinda.

17 ára ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut á fimmta tímanum í nótt. Hraði bifreiðar hans mældist 111 km/klst en leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Málið var unnið með aðkomu forráðamanns ökumanns vegna ungs aldurs hans.

Í Hlíðahverfi var stungið á hjólbarða þriggja bifreiða um helgina en þetta var tilkynnt í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Í gær

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“

Flugstjóri telur skjöl varpa nýju ljósi á eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar – „Ótrúleg tilviljun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“

Segir Jóhann Pál ekki gæta hagsmuna íslenskunnar – „Tungumál kosta“