fbpx
Laugardagur 21.september 2024
Fréttir

Almannavarnir fordæma ekki dimmiteringu menntaskólanema – „Auðvitað skilja allir stöðuna sem krakkarnir eru í“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 23. apríl 2021 12:48

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestir miðborgarinnar, íbúar eða þeir sem starfa þar hafa eflaust flestir tekið eftir menntaskólanemum í búningum á blússandi ferð um miðbæinn. Þetta er að sjálfsögðu vorboðinn ljúfi, ekki lóan heldur full ungmenni að dimmitera.

Í vikunni hafa hið minnsta tveir skólar dimmiterað í miðbænum, Menntaskólinn í Reykjavík og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði. Ekki hafa allir nemendur farið ítarlega eftir sóttvarnarreglum á meðan verið er að dimmitera ef marka má myndir af skemmtuninni.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ræddi við DV um málið en hún segir að almannavarnir fordæmi ekki dimmiteringarnar. „Við myndum nú aldrei fordæma eitthvað svona, auðvitað skilja allir stöðuna sem krakkarnir eru í,“ segir hún og bendir á það hve langur tími er liðinn síðan menntaskólanemar hafa náð að skemmta sér almennilega saman.

Hjördís segir að almannavarnir biðli til menntaskólanemanna að fara varlega og að þau haldi sér réttum megin við línuna hvað varðar fjöldatakmarkanir.

„Við biðlum til þeirra að halda sóttvarnarreglunum en auðvitað skilja allir stöðuna sem þau eru í. Ef maður finnur til með einhverjum þá er það með þeim, það er allavega mín persónulega skoðun á þessu. En þau þurfa auðvitað að passa sig eins og allir hinir þó svo að verið sé að gleðjast og þó maður skilji að þetta sé erfitt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fúll út í Davíð Oddsson: „Hvað er hér á seyði?“

Fúll út í Davíð Oddsson: „Hvað er hér á seyði?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Líkfundur á Reynisfjalli í gærkvöldi

Líkfundur á Reynisfjalli í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Foreldrar sem verða fyrir missi fá aukin réttindi

Foreldrar sem verða fyrir missi fá aukin réttindi
Fréttir
Í gær

Ísbjörninn á Hornströndum felldur

Ísbjörninn á Hornströndum felldur
Fréttir
Í gær

Vilja banna spilakassa á Íslandi og skerða aðgengi að fjárhættuspilavefsíðum

Vilja banna spilakassa á Íslandi og skerða aðgengi að fjárhættuspilavefsíðum
Fréttir
Í gær

Eitt öflugasta fjárfestingafélag landsins krefst nauðungarsölu á glæsilegu sundlaugarhúsi Jóns

Eitt öflugasta fjárfestingafélag landsins krefst nauðungarsölu á glæsilegu sundlaugarhúsi Jóns