fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Barcelona bikarmeistari á Spáni – Messi með tvennu

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 17. apríl 2021 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld fór fram úrslitaleikur spænska konungsbikarsins. Þar mættust Barcelona og Athletic í fjörugum leik sem lauk með stórsigri Börsunga. Þetta er annar bikarúrslitaleikur sem Athletic tapar á tveimur vikum en bikarúrslitaleikurinn 2020 fór fram 3.apríl síðastliðinn vegna Covid-19.

Barcelona voru með öll völd á vellinum og stjórnuðu leiknum allan tímann. Markalaust var í hálfleik en Athletic vörðust vel í fyrri hálfleik. De Jong komst næst því að brjóta ísinn en skot hans fór í stöng í byrjun leiks.

Í seinni hálfleik opnuðust flóðgáttir og skoruðu Börsungar fjögur mörk á 12 mínútna kafla. Griezmann braut ísinn fyrir Barcelona eftir klukkutíma leik, De Jong tvöfaldaði svo forystuna þremur mínútum síðar. Þá var komið að sjálfum Lionel Messi sem skoraði tvö mörk á 68. og 72. mínútu og þar við sat. Börsungar vinna því konungsbikarinn á Spáni og fyrsti titill Börsunga undir stjórn Ronald Koeman staðreynd.

Athletic 0 – 4 Barcelona
0-1 Griezmann (´60)
0-2 De Jong (´63)
0-3 Messi (´68)
0-4 Messi (´72)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Neville alls ekki sannfærður um leikmann United – „Hann er langt á eftir“

Neville alls ekki sannfærður um leikmann United – „Hann er langt á eftir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Góður liðsstyrkur til Valsara

Góður liðsstyrkur til Valsara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu