fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Everton og Tottenham skildu jöfn – Gylfi í stuði

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 21:06

Gylfi skorar úr víti í leiknum. Mynd/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Everton í 2-2 jafntefli gegn gömlu félögum sínum í Tottenham í kvöld. Leikið var á Goodison Park, heimavelli Everton.

Tottenham komst yfir með marki frá Harry Kane á 27.mínútu. Michael Keane, varnarmaður Everton, gerði þá mistök er hann skallaði fyrirgjöf beint á Kane sem skoraði. Gestirnir höfðu lítið sem ekkert ógnað marki andstæðinganna fram að þessu.

Heimamenn fengu þó víti örfáum mínútum eftir mark Kane. Þá braut Sergio Reguilon á James Rodriguez er sá síðarnefni reyndi að koma sér í skotstöðu.

Gylfi Þór skoraði örugglega úr vítinu, sendi Hugo Lloris í rangt horn í markinu.

Everton var betri aðilinn í fyrri hálfleik en staðan var 1-1 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Seinni hálfleikur fór fjöruglega af stað og fengu bæði lið sín færi. Á 62.mínútu leiksins var aftur komið að Gylfa Þór. Hann afgreiddi boltann þá listilega í mark gestanna eftir mjög flotta sókn Everton. Staðan orðin 2-1.

Það liðu þó aðeins rúmar 5 mínútur áður en Harry Kane jafnaði leikinn fyrir Tottenham. Keane gerði sig þá aftur sekan um mistök í vörninni er hann átti misheppnaða tilraun til að hreinsa frá marki. Hann skallaði boltann beint í Mason Holgate áður en boltinn rataði til Kane.

Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið og lokatölur því 2-2. Everton geta verið svekktir með að hafa ekki unnið leikinn þar sem bæði mörk Tottenham komu eftir mistök í vörninni.

Everton er í áttunda sæti, 5 stigum frá Chelsea sem er í fjórða sæti. Tottenham er í sætinu fyrir ofan með 1 stigi meira en Everton. Þeir hafa þó leikið einum leik meira.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park