fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Hjarta geimfara minnkaði við ársdvöl í geimnum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. apríl 2021 07:30

Scott Kelly, geimfari og verkfræðingur. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geimfarar verða að vera undir margt búnir þegar þeir dvelja í geimnum. Margar ógnir steðja að og það hefur mikil áhrif á líkamann að vera í þyngdarleysi um langa hríð. Meðal helstu áhrifa á líkamann eru sjóntruflanir, vaxtarverkir og veiking beina. Þyngdarleysið hefur einnig áhrif á hjartað, það er að segja stærð þess.

Bandaríski geimfarinn Scott Kelly er sá geimfari sem hefur dvalið lengst samfellt úti í geimnum. Þegar hann sneri aftur til jarðarinnar 2016 eftir tæplega árs dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni hafði líkami hans breyst á ýmsan hátt. Hjarta hans hafði meðal annars misst svolítið af vöðvum sínum. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri rannsókn.

Ástæðan fyrir því að vöðvar minnka úti í geimnum er að þeir þurfa ekki að vinna eins mikið og hér á jörðinni þar sem þyngdaraflið togar í okkur. Hér verða vöðvarnir að sjá til þess að við getum verið uppreist og hreyft okkur. Í þyngdarleysi þurfa þeir þess ekki og við því bregst líkaminn með því að minnka vöðvana og þeir verða veikbyggðari um leið, þetta á einnig við um hjartað.

Til að vinna gegn þessu stunda geimfarar, sem dvelja í Alþjóðlegu geimstöðinni, líkamsrækt í margar klukkustundir á dag en það dugir ekki til.

Þrátt fyrir að hjarta Kelly hafi minnkað hefur það ekki valdið neinum alvarlegum einkennum eða sjúkdómum á þeim fimm árum sem eru liðin síðan hann sneri aftur til jarðar. Ástæðan er að hann, eins og aðrir geimfarar, býr að góðu líkamlegu ástandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“