fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Stjörnunuddarinn opnar meðferðarstöðina „Útlagann“ – Hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun í janúar – „Jesús, ég er bara orðlaus“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 13:30

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, gjarnan kallaður Stjörnunuddarinn, hefur opnað nýja meðferðastöð fyrir karlmenn undir nafninu „Útlaginn.“ Jóhannes var í janúar dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjórar nauðganir sem hann framdi á nuddbekk Jóhannesar á meðferðarstofunni Postura. Vefslóð á Útlagann er áfram postura.is. Meðferðin sem Jóhannes veitti áður, fór meðal annars fram í gegnum leggöng og endaþarm kvenna sem til hans leituðu.

Á fimmta tug kvenna gáfu sig fram á árunum 2017 og 2018. Rúmlega 20 konur kærðu Jóhannes fyrir nauðgun en að endingu voru fjögur mál tekin til ákærumeðferðar hjá Héraðssaksóknara. Jóhannes var sakfelldur í öllum tilfellunum. Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

Á vefsíðu Útlagans kemur fram að þjónustan sé fyrir karlmenn með stoðkerfisvanda. „Við sérhæfum okkur í að leysa verki, krónísk vandamál, liðverki og skekkjur,“ segir á Postura.is.

Í samtali við DV segir eitt fórnarlamba Jóhannesar vera orðlaus yfir stöðunni. „Þetta eru skýr skilaboð til okkar – bara éttu skít og drullu.“

Þetta er siðleysi í hámarki og sýnir hversu mikil vanvirðingin er í garð fórnalamba hans og hversu sama honum er um skaðann sem hann hefur valdið. Kannsi sýnir þetta best hversu mikið skítsama honum er um dómstóla landsins. Hvernig í ósköpunum er kerfið svona brenglað að ekki er hægt að stoppa raðnauðgara þegar hann er að leggja upp í næstu gildru? Hvað segir heilbrigðiseftirlitið? Landslæknir?

„Jesús, ég er bara orðlaus,“ segir konan loks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Í gær

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar