fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fjölmennt í fangageymslum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 06:24

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu manns voru í fangageymslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Hafði fólkið endað þar vegna ýmiskonar brota. Átta ökumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Ellefu kvartanir bárust vegna hávaða.

Kona slasaðist á andliti þegar hún datt fyrir utan veitingastað í Hlíðahverfi. Hún var flutt með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Fjórir voru handteknir í miðborginni eftir að akstur bifreiðar, sem fólkið var í, var stöðvaður. Bifreiðin reyndist vera stolin og fólkið allt í annarlegu ástandi. Ökumaðurinn reyndist auk þess vera sviptur ökuréttindum.

Í Garðabæ var brotist inn í fyrirtæki í nótt en ekki liggur fyrir hverju var stolið.

Í Breiðholti voru tveir menn til vandræða í verslun þar sem þeir vildu ekki nota andlitsgrímur. Mennirnir voru í annarlegu ástandi. Eftir viðræður við lögregluna lofuðu þeir bót og betrum. Þrír voru handteknir í Breiðholti í nótt, grunaðir um líkamsárás og voru þeir vistaðir í fangageymslu. Um þrjú aðskilin mál er að ræða.

Einn var handtekinn í Mosfellsbæ í nótt en sá er grunaður um húsbrot og líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“