fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Upplýsingafundurinn: Ríkisstjórnin kynnir nýjar aðgerðir vegna Covid-19 – „Engar gleðifregnir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin kynnir hertar samkomutakmarkanir vegna Covid-19 á blaðamannafundi kl. 15. Fyrr í dag fundaði ríkisstjórnin um tillögur sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði fram til ríkisstjórnarinnar fyrir hádegi í dag.

Fréttir af uppýsingafundinum munu birtast hér reglulega. Fréttin verður uppfærð margsinnis.

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eru þeir ráðherrar sem eru á fundinum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn eru einnig á fundinum.

Katrín Jakobsdóttir hóf fundinn og sagðist ekki flytja neinar gleðifregnir. Hún fór yfir það að baráttan gegn Covid hér á landi hafi gengið heilt yfir mjög vel og síðustu þrír mánuðir hafi verið sérstaklega ánægjulegir. En núna eru blikur á lofti og það þarf að grípa til hertra aðgerða.

Katrín sagði að það hefði verið samróma álit á ríkisstjórnarfundi fyrr í dag að stíga núna mjög fast til jarðar og grípa til harðra aðgerða. Það muni skila okkur því að við þurfum skemmri tíma til aðgerðanna í heild. Ofuráhersla er á að hefta framgang breska afbrigðis veirunnar sem nú er farið að breiðast út hér á landi.

10 manna samkomuhámark

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók við og sagði að 10 manna samkomuhámark yrði meginreglan.

Hertar reglur taka gildi á miðnætti og gilda næstu þrjár vikur.

Aðeins börn fædd síðar en 2015 eru undanþegin takmörkununum. Skólum verður lokað en leikskólar verða opnir.

Sund og  líkamsræktarstöðvar loka. Sömuleiðis leikhús, skemmtistaðir og krár. En veitingastaðir mega hafa opið til kl. 22 með hámark 20 gestum í hverju hólfi. Íþróttastarf verður bannað. 

Snyrtistofur, hárstofur, nuddstofur og sambærilegir staðir verða áfram opnir.

Trú- og lífskoðunarfélög mega taka á móti 30 gestum við athafnir.

Svandís boðaði jafnframt að bólusetningar með AstraZeneca hefjist að nýju.

Bjarni boðar framlengingu á gjaldfrestum og fleiri úrræði

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að tíðindi dagsins væru vonbrigði en reynslan sýndi að mikilvægt væri að grípa snemma inn í. „Það styttist í að við sjáum fyrir endann á þessari baráttu að koma öllum í skjól með bóluefni,“ sagði hann.

Bjarni segir að framlengja eigi gjaldfresti og fleiri úrræði skipti máli, frestun skattgreiðslna, hlutabætur og enn þá sé hægt að sækja um greiðslu launa í sóttkví.

Ráðið gegn ferðalögum um páskana – Hægar bólusetningar

Björn Ingi frá Viljanum spurði hvort ráðið yrði gegn ferðalögum um páskana rétt eins og í fyrra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur fólk til að vera sem minnst á ferðinni um páskana. Það sé hins vegar eftir að útfæra leiðbeiningar um þetta.

Björn Ingi hafði orð á hægagangi í bólusetningum og spurði hvort ekki væri nýrra tíðinda að vænda í þeim efnum. Svandís heilbrigðisráðherra svaraði því til að áætlunin gerði ráð fyrir að búið yrði að bólusetja þjóðina í lok júlí. Sú áætlun væri samt með fyrirvörum. Svandís segist deila óþolinmæðinni með hversu erfiðlega gangi að fá nákvæmar dagsetningar á komur bóluefna. „Það eru ýmsir möguleikar sem geta opnast og við eltum hvern þráð.“

Leiðrétting á aldurshámarki

Almennar fjöldatakmarkanir ná til allra nema þeirra sem eru fæddir 2014 eða síðar. Rangt fæðingarár var áður gefið upp um þetta, þ.e. 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast