fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Líkamsárás í Garðabæ – 5 handteknir – Ók á kyrrstæða bifreið og braut síðan rúðu í húsi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 05:21

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Garðabæ. Hópur manna réðst á tvo menn og veitti þeim áverka. Fimm voru handteknir á vettvangi grunaðir um árásina. Þeir voru vistaðir í fangageymslu. Árásarþolarnir voru fluttir með sjúkrabifreið á bráðadeild. Ekki liggja fyrir upplýsingar um áverka þeirra.

Á fyrsta tímanum í nótt var bifreið ekið á kyrrstæða bifreið í Bústaðahverfi. Ökumaðurinn fór síðan út úr bifreið sinni og braut rúðu í íbúð í nágrenninu áður en hann settist aftur inn í bifreið sína og ók á brott. Lögreglumenn höfðu afskipti af honum skömmu síðar.

Í vesturhluta borgarinnar var maður handtekinn á þriðja tímanum fyrir hótanir, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Krefjast lengra gæsluvarðhalds

Múlaborgarmálið: Krefjast lengra gæsluvarðhalds
Fréttir
Í gær

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega
Fréttir
Í gær

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“
Fréttir
Í gær

Hraðbankinn fundinn – Milljónirnar enn á sínum stað

Hraðbankinn fundinn – Milljónirnar enn á sínum stað
Fréttir
Í gær

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur