fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Morðið í Rauðagerði: Lögreglan óttaðist hefndaraðgerðir frá mönnum tengdum Armando

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. mars 2021 19:21

Armando Bequirai

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan óttaðist um tíma að menn tengdir Armando Bequirai, albanska manninum sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði þann 13. febrúar, myndu hefna fyrir morðið á honum.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Fjórir menn voru handteknir í gærmorgun í Reykjavík og á Suðurnesjum í tengslum við rannsókn málsins og tengjast þeir allir hinum látna. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn segir að lögregla hafi fengið upplýsingar um að hefndarhætta gæti verið fyrir hendi og tengdist þessum fjórum mönnum. Framkvæmdar voru húsleitir í tengslum við handtökurnar og lagt hald á muni.

Lögreglan telur sig vera með morðvopnið í málinu í vörslu sinni. Margeir segir að þeir hafi talið sig vera með vopnið mestallan rannsóknartímann en rannsókn sérfræðings hafi nú staðfest þetta. Byssan sem um ræðir fannst úti í náttúrunni þar sem menn reyndu að losa sig við hana. Hún fannst ekki við húsleit.

Fjórir eru nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins, meðal annars sá sem grunaður er um að hafa orðið Armando að bana. Hann er Albani, búsettur hér á landi, og er á milli þrítugs og fertugs. Hann neitar sök.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“