fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Sif valin úr einum efnilegasta umsækjendalista sem sést hefur – Skákaði sendiherra, aðstoðarmönnum og ritstjóra

Heimir Hannesson
Föstudaginn 19. mars 2021 15:36

Sif Gunnarsdóttir, nýr forsetaritari. mynd/forseti.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sif Gunnarsdóttir verður nýr forsetaritari. Þetta segir í tilkynningu forsetaembættisins. Þar segir jafnframt að hún starfi nú sem skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar. Sif er með B.A. próf í danskri tungu og bókmenntum frá Háskóla Íslands og meistarapróf í menningarmiðlun frá Háskólanum í Óðinsvéum. Auk þess lauk hún prófi diplómanámi í rekstrarhagfræði við HÍ árið 2006.

DV sagði frá því í nóvember að staðan hefði verið auglýst til umsóknar og að litið væri til þess að nýr forsetaritari myndi hefja störf þann 1. mars. Vegna mistaka við auglýsingu í lögbirtingablaðinu náðist það ekki. Í auglýsingunni kom fram að meðal verkefna forsetaritara væri yfirstjórn á fjármálum, mannauði og daglegum störfum á skrifstofu forseta Íslands við Sóleyjargötu og Bessastöðum. Þá annast forsetaritari fyrir hönd embættisins samskipti við Alþingi, ráðuneyti, fjölmiðla og sendiherra erlendra ríkja gagnvart Íslandi.

Á skrifstofu forseta starfa átta manns, og er þar starfsfólk á Bessastöðum meðtalið.

Umsækjendur voru 60 talsins og mátti greina nöfn ýmissa kanóna úr íslensku þjóðlífi á meðal þeirra.

Á meðal umsækjenda voru Urður Gunnarsdóttir, fyrrum upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, Nína Björk Jónsdóttir forstöðumaður viðskiptaþjónustunnar í utanríkisráðuneytinu og höfundur Íslandsdætra, Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, Kristján Guy Burgess fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar er hann var utanríkisráðherra, Sigurður Nordal hagfræðingur og fyrrum fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, og Davíð Stefánsson fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins. Þá vekur athygli að bæði Bergdís Ellertsdóttir sendiherra Íslands í Washington, og Hreinn Pálsson staðgengill sendiherra í sendiráði Íslands í borginni sóttu jafnframt um starfið.

Sjá má heildar lista yfir umsækjendur hér: Stórar kanónur sækja um starf forsetaritara – Sendiherrann í Washington meðal umsækjenda

Sem fyrr segir skákaði Sif þessum kanónum og mun nú væntanlega á næstu misserum hefja störf við hlið Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot

Myndaði konur á salerni heimilis síns – Ákærður fyrir kynferðisbrot