fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Spennti upp glugga með skóflu og stakk inn á sig 17 hálsmenum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. mars 2021 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er skrautlegur listinn af þýfi sem maður er sakaður um að hafa stungið inn á sig er hann braust inn í hús í Reykjanesbæ þann 15. nóvember árið 2019. Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Maðurinn spennti upp svefnherbergislugga í húsi í Reykjanesbæ með skóflu. Síðan tekur við í texta dómsins upptalning á því sem hann stal úr húsinu, sá listi er langur:

„…Apple fartölvu, 59.000 kr. í reiðufé, nuddbyssu og fylgihlutum, límtúbu, sautján hálsmenum, sex silfureyrnalokkum, fjórum gulleyrnalokkum, tveimur hvítum eyrnalokkum, fjórum svörtum eyrnalokkum, tveimur bláum steinaeyrnalokkum, fjórum steinmagalokkum, fjórum gullhringum með steini, fimm brjóstnælum, handtösku og þremur snyrtitöskum.“

Maðurinn var auk þess ákærður fyrir tvö umferðarlagabrot.

Hann játaði brot sín og var dæmdur í sjö mánaða fangelsi. Hann þarf auk þess að greiða 760 þúsund krónur málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind – Sjáðu listann

Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind – Sjáðu listann
Fréttir
Í gær

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist