fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Rústaði bíl við Reykjanesbraut

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 13:31

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Héraðsdómi Reykjaness í morgun var kveðinn upp dómur yfir manni sem sakaður er um að hafa unnið skemmdarverk á bíl síðastliðið sumar. Bílnum var lagt í bílastæði við Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjara.

Maðurinn braut báðar fremri hliðarrúður bílsins, gerði sprungu í framrúðuna, braut hægri hliðarspegilinn og dældaði bílinn. Í dómnum er tjónið sagt vera upp á rúmlega 800 þúsund krónur.

Þá er maðurinn sakaður um þjófnað úr bílnum, eða öðrum bíl á sama stað, en hann tók þaðan golfbúnað, skó og fatnað að verðmæti samtals 410 þúsund krónur.

Loks var maðurinn ákærður fyrir að hafa haft dálítið af marijúana í fórum sínum.

Maðurinn játaði öll brotin skýlaust. Hann hefur langan sakaferil að baki sem nær aftur til ársins 2008.

Hann var dæmdur í 30 daga fangelsi og þarf að greiða verjanda sínum 186 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið