fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglan í kapphlaupi við tímann – Eftir 12 vikna gæsluvarðhald verður að koma ákæra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 12:00

Einn sakborninga í Rauðagerðismálinu leiddur út úr húsi Héraðsdóms Reykjavíkur mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Albananum Armando Bequirai að bana laugardagskvöldið 13. febrúar var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður hans staðfestir við DV að úrskurðurinn verði kærður til Landsréttar, sem mun skila úrskurði nokkrum dögum síðar.

Maðurinn var handtekinn þriðjudaginn 16. febrúar. Hann hefur því þegar setið í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi. Hann mun að óbreyttu sitja í gæsluvarðhaldi til 14. apríl og verða vikurnar þá orðnar um átta. Samkvæmt lögum er ekki hægt að halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en í 12 vikur án þess að gefa út ákæru. Þegar gæsluvarðhald mannsins rennur út um miðjan apríl verður því klukkan nokkuð farin að ganga á lögregluna og þrýstingur á að afla sönnunargagna orðinn mikill.

Maðurinn er grunaður um að hafa skotið Armando níu skotum úr skammbyssu með hljóðdeyfi. Lögregla hefur hingað til neitað að upplýsa um hvort morðvopnið hafi fundist eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið