fbpx
Laugardagur 28.júní 2025
433Sport

Óvissa í kringum landsliðið og hverjir fá leyfi til að mæta – Lagerback hittir hópinn í Þýskalandi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. mars 2021 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið mun í næstu viku hefja leik í undankeppni Heimsmeistaramótsins, liðið byrjar á leik gegn Þýskalandi og mætir síðan Armeníu og Liechtenstein.

Ísland gæti þá verið án Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Bergs Guðmundssonar, Jóns Daða Böðvarssonar og Rúnars Alex Rúnarssonar í leiknum gegn Þýskalandi. Ástæðan eru reglur er varðar COVID-19, ekki er komið á hreint hvort leikmönnum frá Englandi verði hleypt inn í landið og eða félögin hleypi þeim í verkefnið.

FIFA gefur félögum grænt ljós á að banna leikmönnum að fara í verkefni, þurfi þeir að fara í sóttkví við heimkomu. Ljóst er að það væri mikið högg fyrir Ísland að vera án Gylfa, Jóhanns og Jóns Daða sem allir hafa spilað stórt hlutverk í liðinu síðustu ár.

Arnar Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Lars Lagerback munu opinbera sinn fyrsta landsliðshóp á miðvikudag. Lagerback sem stýrði íslenska landsliðinu frá 2011 til 2016 hefur enn ekki hitt Arnar og Eið, þeir hafa fundað í gegnum fjarfundarbúnað en ekki náð að hittast vegna veirunnar.

Lagerback mun koma saman við leikmannahóp Íslands í Þýskalandi í upphafi næstu viku, en nýtt þjálfarateymi fær þrjár æfingar fyrir fyrsta leik sinn. Stærstur hluti af þeim leikmönnum sem Lagerback var með í sínum landsliðshópi eru til taks fyrir utan Eið Smára sem nú er í þjálfarateyminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Veglegt sérblað um EM
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stelpurnar okkar kláruðu dæmið snemma en tóku fótinn svo af bensíngjöfinni í hitanum

Stelpurnar okkar kláruðu dæmið snemma en tóku fótinn svo af bensíngjöfinni í hitanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum stjarna nær óþekkjanleg í dag – Sjáðu ótrúlegan mun

Fyrrum stjarna nær óþekkjanleg í dag – Sjáðu ótrúlegan mun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Halda því fram að United sé komið í bílstjórasætið að fá Gyokeres

Halda því fram að United sé komið í bílstjórasætið að fá Gyokeres
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United skoðar þýskan landsliðsmann

United skoðar þýskan landsliðsmann