fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Árni hristir hausinn yfir ráðningu Jóns Steinars – „Velti fyrir mér hvað sé eiginlega að gerast“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. mars 2021 10:30

Árni Þór Sigmundsson. Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Þór Sigmundsson, fyrrverandi yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, hristir hausinn yfir ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar í ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu. Verkefni Jóns snýst meðal annars um hvernig hægt sé að stytta málsmeðferðartíma. Ráðning Jóns hefur vakið harða gagnrýni vegna afstöðu hans til kynferðisbrotamála þar sem hann er sagður gera afar ríkar kröfur um sönnunarfærslu og hafa tilhneigingu til að vilja milda dóma yfir kynferðisbrotamönnum. Jón Steinar hefur andmælt slíkum staðhæfingum harðlega og segir að sér séu gerðar upp skoðanir.

Gagnrýni Árna á þessa ráðstöfum hefur þó ekkert með persónu Jóns Steinars að gera. Árni telur hins vegar að hér sé verið að finna upp hjólið, að minnsta kosti hvað varðar kynferðisbrot, það sé fyrir löngu búið að skila tillögum að endurbótum, sem þó hafi ekki verið hrundið í framkvæmd.

Árni var sjálfur í starfshópi sem skilaði ítarlegum tillögum að endurbótum í meðferð kynferðisbrotamála. Tilllögurnar má lesa hér.

Árni tjáir sig um málið í lokaðri Facebook-færslu sem hann veitti DV leyfi til að birta. Þar kemur meðal annars fram að vinna starfshópsins sem skilaði áðurnefndum tillögum hafi aðeins kostað kaffi og kex. Núna hafi dómsmálaráðherra hins vegar ráðið til verksins eftirlaunaþega fyrir töluverðar fjárhæðir. Pistillinn er eftirfarandi:

„Uppfinning hjólsins.

Á sínum tíma skipaði þáverandi dómsmálaráðherra þverfaglega nefnd til að vinna að úrbótum á rannsóknum kynferðisbrota og meðferð þeirra í rannsókn, ákæruferli og á dómstigi.

Í nefndinni sátu fulltrúar lögreglu, neyðarmóttöku LHS, ákæruvaldsins, dómsvaldsins og lögmannafélagsins auk fulltrúa dómsmálaráðuneytisins. Verkefnastjóri var María Rut Kristinsdóttir og hún stýrði vinnunni af röggsemi.

Nefndin átti marga fundi að afloknum hefðbundnum vinnudegi, uppá kaffi og kex og annar var kostnaðurinn ekki.

Afrakstur vinnunnar var greinargóð skýrsla með ýmsum úrbótum.

Skýrsluna má finna á netinu. „Um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins – Tillögur um aðgerðir 2018-2022.“

Sáralítið varð um úrbætur. Bara tímasóun okkar sem unnum að þessu í von um úrbætur.

Nú hefur það hinsvegar gerst að fullorðnum og löggiltum “eftirlaunaþega” er falið að koma einum og sér með patentlausnina á þessum málum.

Legg ekkert mat á þann einstakling en velti fyrir mér hvað sé eiginlega að gerast?

Hann er allavega ekki að vinna uppá kaffi og kex. ( Átta stunda vinnudagur væri 136.000- kr )

Þetta er ekki minn höfuðverkur lengur en ég get ekki að því gert að þegar ég les svona fréttir, hristi ég hausinn og í besta falli sný mér á hina hliðina.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast