fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Baldur vélarvana á Breiðafirði

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varðskipið Þór, rannsóknarskipið Árni Friðriksson og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs sem varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um bilunina klukkan 14:27. 28 eru um borð í Baldri, 20 farþegar og átta manna áhöfn. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson verður kominn að Baldri á fimmta tímanum og er gert ráð fyrir að ferjan verði tekin í tog til Stykkishólms.

Varðskipið Þór er jafnframt á leið á staðinn en skipið var statt í Helguvík þegar útkallið barst. Baldur varpaði akkerum fljótlega eftir að bilunarinnar varð vart til að hindra rek. Akkerin halda vel. Vindátt er úr norðaustri og ef rek yrði á skipinu ræki það frá landi og grynningum. Ástandið um borð er tryggt en til að gæta fyllsta öryggis var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út og verður í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 6 dögum
Maðurinn er fundinn