fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Koparþjófur fór í ránsferð í Fossvogskirkjugarð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 13:00

Fossvogskirkjugarður. Mynd; Vilhelm. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er sérkennileg og skrautleg ákæran gegn manni sem réttað var yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ákæran er í fjórum liðum:

Í fyrsta lagi er manninum gefið að sök að hafa stolið, í félagi við annan mann, kopar að óþekktu verðmæti á vinnusvæði VHE verktaka í Kópavogi. Þetta gerðist í október árið 2018.

Í öðru lagi er maðurinn sakaður um að hafa nokkrum dögum síðar, í félagi við annan mann, brotist inn í gám í Fossvogskirkjugarði og stolið þaðan verkfærum að óþekktu verðmæti.

Í þriðja lagi er maðurinn sakaður vopnalagabrot þann 8. mars 2019. Atvikið var við Hofsvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Lögregla fann þá við leit í bakpoka mannsins tvo hnífa, höggvopn og stunguvopn. Skömmu síðar fundust á heimili mannsins þrjú stunguvopn.

Í fjórða lagi er maðurinn sakaður um að hafa ekið þungu bifhjóli er hann var óhæfur til að stjórna því vegna fíkniefna í blóði, sem voru amfetamín og meamfetamín. Endaði ökuferðin með því að hann missti stjórn á hjólinu og var í kjölfarið handtekinn.

Maðurinn mætti ekki fyrir dóm og var dómur kveðinn upp að honum fjarstöddum. Var hann fundinn sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir og dæmdur í 60 daga fangelsi. Hann var sviptur ökurétti í 12 mánuði og dæmdur til að greiða 77.000 krónur í sakarkostnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“