fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Eldgos orðið mjög líklegt – Hvað langur verður fyrirvarinn?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 13:46

Keilir. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar að það verði líklegra með hverjum deginum sem líður að það gjósi á Reykjanesskaga.

Helstu merki um þetta er sú staðreynd að kvikugangurinn sem hefur myndast milli Kelis og Fagradalsfjalls er enn að stækka og myndast. „Og það er þrýstingur að byggjast upp í þessum kvikugangi,“ sagði Kristín.

Kristín sagði jafnframt að erfitt væri að spá fyrir um hvenær eldgosið hæfist en það gæti gerst á næstu dögum.

Í samtali við DV segir Kristín að mjög erfitt sé að segja til um hve langur aðdragandi verði að gosinu. „Það gæti orðið með mjög litlum fyrirvara. Vonandi verður fyrirvari á því en í raun er ekki hægt að gefa upp neinar tölur hvað það varðar. Við búumst við að það verði dálitlar breytingar áður, það er líklegt að við greinum gosóróa þegar kvikan er komin nálægt yfirborði,“ segir Kristín og bætir því við að mælingar á SO2, eða brennisteinstvíoxíði, geti líka skipt máli varðandi það að greina hvort gos sé yfirvofandi.

„Því miður get ég ekki gefið þér betri svör varðandi þetta. Það er mjög erfitt að negla þetta niður. Líklegast er að órói mælist fyrir gos en það er ekki hægt að slá því föstu. Við höfum ekki gert þetta áður, þetta er mjög sérstakur atburður,“ segir Kristín, og á við að þær hræringar sem nú eru í gangi á Reykjanesi eigi sér ekki hliðstæðu frá því vísindamenn fóru að fylgjast almennilega með jarðhræringum hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“