fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Þórólfur um starfsmanninn á Landspítalanum – „Það er ekkert slúður frá okkur um þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 11:23

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engin innanlandssmit af Covid-19 greindust í gær. Undanfarið hefur innanlandssmitum farið fjölgandi og hætta talin á hópsmiti og jafnvel nýrri bylgju eftir að starfsmaður á Landspítalanum greindist með veiruna um helgina. Undanfarið hafa smit greinst hjá starfsmanni í Pizzunni í Núpalind, starfsmanni í Hagkaupum Garðabæ, og hjá einstaklingi sem hafði farið á æfingu í World Class.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tíðindi dagsins um smitleysi innanlands vera vissulega ánægjuleg. „Þetta er gott svo langt sem það nær. Auðvitað vitum við að það tekur ákveðinn tíma frá smiti og þangað til það greinist, þannig að við þurfum kannski að bíða áfram í nokkra daga. En þetta er bara fínt og við þurfum bara að sjá hvernig tölurnar verða næstu dagana. Auðvitað gleðst maður yfir þessu.“

Nokkur umræða hefur verið á samfélagsmiðlum undanfarið um að skýringar starfsmannsins á Landspítalanum sem greindist um helgina á því hvernig smitið bar til séu ekki trúverðugar. Hann býr í sama stigagangi og aðili sem greindist á landamærum með breska afbrigði veirunnar og uppgefin skýring hans er sú að um hafi verið að ræða snertismit í stigaganginum. Jafnvel þekkt fólk hefur látið hafa eftir sér á samfélagsmiðlum að það telji þetta langsótt. Blaðamaður orðaði það svo að kalla mætti þetta slúður en það væri nokkuð áberandi, og spurði Þórólf hvort eitthvað væri hæft í því:

„Við erum ekki með neinar upplýsingar um annað. Það er ekkert slúður frá okkur um þetta. Í öllum þessum faraldri hafa alls konar flökkusögur farið af stað sem við getum ekki staðfest og vitum ekki meira um.“

Þórólfur segir að snertismit í stigagangi sé alveg möguleg smitleið. „Við erum bara með þessar þrjár smitleiðir: Við erum  með dropasmit ef fólk er mjög nálægt hvert öðru, við erum með snertismit ef það eru snertifletir sem eru mengaðir, og svo er það úðasmit á stöðum þar sem loftræsting er ekki nógu góð. Í langflestum tilvikum getum við ekki sagt með vissu hvað af þessu þrennu hefur orsakað smit.“

Ný reglugerð um samkomutakmarkanir tekur gildi 18. mars og segir Þórólfur óvíst hvaða breytingar verði gerðar. „Ég held við þurfum bara að sjá hvað gerist á næstunni. En í mínum huga er nokkuð ljóst að það er ekki ráðrúm til að fara að slaka á eitthvað núna.“ Segir Þórólfur að tillögur hans verði í samræmi við það hver þróunin verður á faraldrinum næstu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast