fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Snjallúrið kom upp um framhjáhaldið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 10. mars 2021 08:25

Nadia Essex. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk hefur komist að framhjáhaldi maka síns á margvíslega vegu. Eins og konan sem skoðaði matargagnrýni í Washington Post og komst að því að eiginmaðurinn væri henni ótrúr. Eða konan sem setti upp forrit í síma eiginmanns síns til að lesa skilaboðin hans.

Nadia Essex, sem er stefnumóta- og sambandssérfræðingur í breska raunveruleikaþættinum Celebs Go Dating, deilir ótrúlegri sögu sinni í myndbandi á TikTok. Hún og kærasti hennar áttu bæði FitBit heilsu- og snjallúr og úrin voru stillt saman (e. synched)

„Ég ákvað að búa til morgunmat handa fyrrverandi kærasta mínum eftir að hann kom heim eftir að hafa farið út að skemmta sér með strákunum,“ segir Nadia.

En um leið og hún fór fram úr rúminu fékk hún meldingu á snjallúrið sitt.

„Við vorum búin að stilla heilsuúrin okkar saman. Ég fékk meldingu á FitBit úrið mitt um að hann hefði brennt yfir 500 kaloríum milli klukkan tvö og þrjú um nóttina.“

Það er óhætt að segja að kærastinn hafi aldrei fengið morgunmatinn sinn.

@ladynadiaessex#stitch @megan_boykoff #breakupstory 😂♬ Oh No – Kreepa

Ekki eina snjallúrið sem hefur komið upp um framhjáhald

Ef þetta er kunnuglegt þá manstu kannski eftir sögu Jane Slater, íþróttafréttamannsins á NFL. Hún kom upp um framhjáhald kærasta síns með því að fylgjast með virkninni á FitBit úrinu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki