fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Kona reyndi að kyssa Má þegar hann var einn á gangi – „Snör viðbrögð af minni hálfu forðuðu mér mögulega frá Covid, klamydíu og frunsu“

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 8. mars 2021 16:03

Már Gunnarsson Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Opið bréf til graðra vegfarenda! Ég gekk eftir Lækjargötu fyrr í dag í „rómantískum“ göngutúr með sjálfum mér, djúpt sokkinn í eigin hugsanir og átti mér einskis ills von. Skyndilega er þrifið harkalega í mig og ég fenginn til að stansa.“

Svona hefst færsla Más Gunnarssonar, tónlistarmanns, sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Már, sem er blindur, hafði verið að rölta einn þegar gripið var í hann. Hann vissi ekki hver þetta væri og sagði þetta hafa verið mjög einkennilegt.

„Það er þessi einstaklingur sem grípur svona í mig sem neyðir mig til að stoppa og ég hugsa: „Þetta hlýtur að vera einhver sem ég þekki“ því þetta var svo rosalega ágengt. Svo finn ég hvernig þessi einstaklingur byrjar að halla sér að mér eins og hann sé að fara að kyssa mig. Ég gríp þá í axlirnar á viðkomandi og held þessum einstaklingi frá og er enn þá að reyna að átta mig á hvort þetta sé einhver sem ég þekki eða hvað sé málið,“ sagði Már í samtali við blaðamann DV.

Þá hafi aðilinn spurt Má hvort hann vilji ekki koss og hann áttað sig á röddinni að þetta sé kona en um leið og konan spyr hann að þessu þá reynir hún að losa hendurnar sínar og halla sér nær Má.

„Þá segi ég bara nei takk og labba í burtu, enn að reyna að átta mig á hvað þetta átti að þýða. Fólk hefur auðvitað lent í allskonar áreitni og þetta er bara smávægilegt við hliðina á því, en það sem mér finnst mest óþægilegt er að ég hef enga hugmynd um hver þetta var. Snör viðbrögð af minni hálfu forðuðu mér mögulega frá Covid, klamydíu og frunsu“ segir Már og hlær.

Már skrifar í færslunni að hann hafi ekki getað gert annað en að hlægja að þessari uppákomu eftir á en segir þetta þó hafa verið mjög óþægilegt.

Í lok marsmánaðar kemur út lag og tónlistarmyndband frá Má sem hann vann að í samstarfi með Ivu Adrichem, sem einnig er blind tónlistarkona. Hún sló eftirminnilega í gegn í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2019 með laginu Oculis Videre. Hann segir þetta vera stærsta verkefnið sem hann hefur unnið að í kringum eitt lag og að hann sé afar spenntur að geta sýnt afraksturinn.

Már er ekki einungis tónlistarmaður heldur líka afreksíþróttamaður. Hann æfir og keppir í sundi og er í stífum æfingum fyrir Íslandsmeistaramótið sem er í byrjun apríl. Hann hefur unnið til margra verðlauna og var meðal annars valinn íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ, íþróttamaður fatlaðra í Reykjanesbæ, var í ellefta sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins og íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra, allt árið 2019, og er einmitt myndin sem fylgir fréttinni af honum að taka á móti þeim verðlaunum.

Færsluna hans Más má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

https://www.facebook.com/margunnarssonmusician/posts/1926679420819066

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram